Hoppa yfir valmynd
28. maí 2021 Innviðaráðuneytið

Veffundur um Vegvísi.is: Hvað er á áætlun og erum við að ná árangri?

Vegvísir.is er nýr gagnvirkur upplýsingavefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Í tilefni af formlegri opnun verður Vegvísir kynntur á veffundi ráðuneytisins þriðjudaginn 1. júní kl. 13:00-13:45. Vegvísir markar tímamót með nýstárlegri framsetningu á opinberum gögnum, en þar verður hægt að fylgjast með fjármögnun, framvindu og árangri í yfir 500 verkefnum og 60 mælikvörðum. Vefnum er ætlað að vera gagnvirkt mælaborð um samgöngur, fjarskipti og byggðamál og leiðarvísir fyrir almenning um þessa málaflokka.  

Kynningarfundurinn er liður á dagskrá Nýsköpunarvikunnar, sem haldin er 26. maí-2. júní. Í Nýsköpunarvikunni er vakin athygli á nýsköpun innan stofnana, fyrirtækja og sprotafyrirtækja þar sem framúrstefnulegar lausnir, ólík sköpunarferli og kraftmiklir frumkvöðlar fá notið sín. Nýsköpunarvikan er þannig vettvangur fyrir innlenda jafnt sem erlenda aðila til að kynnast nýsköpun á Íslandi, tengjast sprotum, fjárfestum og frumkvöðlum og mynda ný viðskiptasambönd og tengsl.

Dagskrá

  • Tímamót í miðlun opinberra gagna
    Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
  • Vegvísir að lykilupplýsingum – hvað er á áætlun og erum við að ná árangri?
    Ingilín Kristmannsdóttir, skrifstofustjóri stefnumótunar og fjárlaga
  • Kynning á Vegvísi.is
    Hrafnkell Hjörleifsson, sérfræðingur og ritstjóri Vegvísis.is
  • Spurningar í vefútsendingu
  • Fundarstjóri er Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri

Upptaka frá kynningarfundinum

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta