Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2016 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundur á netinu hjá SÞ í Genf um mannréttindi á Íslandi

Frá fundi mannréttindaráðs SÞ í Genf sem nú stendur yfir. - mynd
Staða mannréttinda á Íslandi er nú til umfjöllunar á fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf. Fundurinn stendur milli kl. 13.30 og 17 að íslenskum tíma og er unnt að fylgjast með honum í streymi á netinu.

Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis og formaður sendinefndar Íslands á fundinum, flytur inngangsræðu þar sem hún fer yfir það sem helsta hefur verið gert á sviði mannréttindamála á Íslandi undanfarin misseri. Í framhaldi af ræðu Ragnhildar gefst aðildarríkjum SÞ sem fulltrúa eiga á fundinum kostur á að spyrja nánar um mannréttindamál á Íslandi. Fulltrúar um 70 ríkja hafa skráð sig á mælendaskrá til að gera athugasemdir eða spyrja nánar um stöðuna. Í kjölfarið munu íslensk stjórnvöld taka afstöðu til tilmæla sem fram koma í þeim umræðum.

Sendinefnd Íslands skipa fulltrúar innanríkisráðuneytis, velferðarráðuneytis, utanríkisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis. Fulltrúar þessara aðila komu saman í innanríkisráðuneytinu til að fylgjast með útsendingu fundarins á netinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta