Hoppa yfir valmynd
11. nóvember 2016 Innviðaráðuneytið

Ráðstefna um bíla, fólk og framtíðina

Ráðstefna um bíla fólk og framtíðina verður haldin í Hörpu í Reykjavík fimmtudaginn 17. nóvember næstkomandi. Fjallað verður um bílgreinina, umhverfi hennar, umferðaröryggi, stöðu, þróun og framtíðaráform í bílum og samgöngum. Að ráðstefnunni sendur Vista Expo ehf. í samstarfi við Vegagerðina og Samgöngustofu.

Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis, setur ráðstefnuna klukkan 9 og verða síðan flutt fjölmörg erindi um samgöngur, vegakerfið, öryggismál, bíla framtíðarinnar og fleira. Ráðstefnulok eru áætluð uppúr klukkan 16.

Meðal ræðumanna eru Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, Andreas Egense, forstjóri dönsku vegagerðarinnar, Benedikt Stefánsson, frá Carbon Recycling International, Gunnar Haraldsson hagfræðingur og Valgerður B. Eggertsdóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu.

Auk erinda ráðstefnunnar munu nokkrir aðilar sýna bíla, tæki og kynna starfsemi sína.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta