Skipting gjalddaga á staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjalds
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra leggur áherslu á að úrræðið sé ætlað þeim fyrirtækjum sem hafa sérstaka þörf fyrir fyrirgreiðslu: „Þótt við séum í góðri stöðu til að takast á við ástandið, er ljóst að þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa boðað munu reyna verulega á þanþol ríkisfjármálanna. Það er því mjög brýnt að þau fyrirtæki sem ekki eru í rekstrarörðugleikum og sjá fram á að geta tekist á við næstu mánuði án aðstoðar, standi skil á sínum gjöldum og standi þannig með samfélaginu, þrátt fyrir að þetta almenna úrræði sé til staðar“.