Hoppa yfir valmynd
15. september 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Samstarfssamningur um kennslu og rannsóknir í þágu barna með fötlun

Frá undirritun samningsins um kennslu og rannsóknir
Frá undirritun samningsins um kennslu og rannsóknir

Háskóli Íslands og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins hafa gert með sér samstarfssamning um kennslu og rannsóknir í þágu barna með fötlun. Samningurinn gildir um samskipti og samvinnu háskólans og greiningarstöðvarinnar um kennslu, rannsóknir og þjálfun í félags- og heilbrigðisvísindagreinum sem kenndar eru við Háskóla Íslands og stundaðar hjá Greiningar- og ráðgjafarstöðinni. Samningurinn tekur einnig til samvinnu um þróun þeirrar þjónustu sem veitt er á fagsviðum greiningar og ráðgjafar, þar á meðal endurmenntun starfsfólks. 

Guðbjartur Hannesson, félags- og tryggingamálaráðherra, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Stefán J. Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, undirrituðu samninginn sem gerður er til fimm ára og gildir til ársloka 2015.

Með samningnum er stefnt að því að efla samstarf Háskóla Íslands og Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins og nýta sem best sérþekkingu, kunnáttu, efnivið og aðstöðu samningsaðila. Markmið samningsins eru:

  • Að styrkja nýliðun fagfólks í starfi með fötluðum börnum.
  • Að tryggja að starfsfólk sem sinnir greiningu, ráðgjöf og framkvæmd úrræða á fagsviðum Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar og nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands hafi greiðan og gagnkvæman aðgang að sérþekkingu.
  • Að stuðla að framgangi vísindarannsókna faggreina tengdum greiningu, ráðgjöf og framkvæmd úrræða.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta