Hoppa yfir valmynd
3. júní 2021 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Stofnanir sameinast um örútboð á rafbílum

Farið verður i sameiginlegt örútboð stofnana í haust á rafbílum. Útboðið er þáttur í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og framkvæmd heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og er í samræmi við þá ríku áherslu sem stjórnvöld leggja á að hraða orkuskiptum í samgöngum. Í fjármálaáætlun 2021-2025 er það markmið sett að hlutfall skráðra nýorkubifreiða af nýskráningum verði orðið 60% árið 2025.

Með útboðinu ganga stofnanir á undan með góðu fordæmi, en þetta er í þriðja sinn sem kaup á rafbílum fara fram með slíku útboði. Annað útboðið fór fram í nóvember sl. og var árangur af því góður. Af nýskráðum bifreiðum ríkisstofnana varð hlutfall rafbíla 27% árið 2020 í samanburði við 9% árið á undan. Nýju rafbílarnir hafa fengið góðar viðtökur hjá starfsmönnum stofnana.

Hlutfall vistvænna bifreiða stofnana hefur aukist verulega frá því að ríkisstjórnin samþykkti að frá árinu 2020 skuli allar nýjar bifreiðar stofnana vera vistvænar nema öryggis- eða notkunarkröfur krefjist annars. Gert er ráð fyrir því að hlutfall vistvænna bifreiða stofnana aukist mjög hratt á næstu árum.


 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta