Þjóðaröryggisráð fundar
Fimmti fundur þjóðaröryggisráðs fór fram 26. nóvember sl.
Sérstök umræðuefni á fundinum voru málefni er varða fæðuöryggi og löggæslu- og öryggiseftirlit Landhelgisgæslu Íslands á hafi þ.m.t. eftirlit með umferð skipa við viðkvæma ljósleiðarakapla og sæstrengi.
Gestir fundarins voru þeir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ásamt ráðuneytisstjórum sínum.