Hoppa yfir valmynd
13. október 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ársfundur Vinnumálastofnunar

Frá ársfundi Vinnumálastofnunar
Frá ársfundi Vinnumálastofnunar

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra ávarpaði í dag ársfund Vinnumálastofnunar sem var mjög vel sóttur. Í ávarpinu rakti ráðherra þær breytingar sem orðið hafa á undanförnum misserum með nýjum lögum um starfsmannaleigur og nýjum lögum um atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir.

Ráðherra lagði áherslu á að umræddri löggjöf væri ætlað að styrkja stöðu launþega og atvinnuleitenda. Hann vakti sérstaka athygli á áformum um nýjar og breyttar áherslur varðandi starfsendurhæfingu fyrir öryrkja, fatlaða og þá sem helst hafa úr lestinni á vinnumarkaði af einhverjum ástæðum. Þá fjallaði ráðherra um fyrirhugaðan flutning á starfrækslu Fæðingarorlofssjóð til Hvammstanga og afgreiðslu Atvinnuleysistryggingasjóðs til Skagastrandar. Ráðherra greindi frá því að undirbúningur væri á fullri ferð og áhugi mikill. Þegar hefði verið auglýst eftir starfsfólki og viðbrögð hefðu verið mjög góð.

Á fundinum fluttu, auk ráðherra, erindi Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, Líney Árnadótttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi vestra, og Sigursteinn R. Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta