Hoppa yfir valmynd
29. júní 2017 Matvælaráðuneytið

Úthlutun aflaheimilda Íslands fyrir árið 2017 úr stofni Austur-Atlantshafs bláuggatúnfisks

Ísland hefur verið aðili að Atlantshafs túnfiskveiðiráðinu (ICCAT) frá árinu 2002.

Á árinu 2017 er íslenskum skipum heimilt að veiða samtals 52,48 tonn af bláuggatúnfiski miðað við afla upp úr sjó. Af þeim heimildum verður 45 tonnum úthlutað til veiða með línu og 7,48 tonnum ráðstafað til að mæta áætluðum meðafla íslenskra skipa á bláuggatúnfiski

Leyfishafa er heimilt að stunda línuveiðar á tímabilinu 1. ágúst til 31. desember. Línuveiðar eru einungis heimilar á veiðisvæði norðan 42°00,00´ N milli 10°00,00´ V og 45°00,00´ V. Einungis er heimilt að úthluta heimildum til veiða á línu til eins íslensks skips á árinu 2017 skv. reglum ICCAT.

Útgerðir sem hafa áhuga á að nýta heimild til línuveiða á bláuggatúnfiski skulu sækja um til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir 8. júlí 2017.

Í umsókninni skal koma fram nánari áætlun um veiðarnar, m.a. veiðiskip, aðstöðu til aflameðferðar s.s. kælingu eða frystingu afla um borð, löndunarhöfn sem og söluaðila og markaðsland. Við ákvörðun um úthlutun verður litið til allra þessara atriða.

Skilyrði er að veiðiskip sé að lágmarki 500 BT. Skipið skal hafa eftirlitsmaður frá Fiskistofu um borð, skipið skal búið rafrænni afladagbók og hafi IMO númer. Ráðuneytið áskilur sér því rétt til að hafna umsóknum séu líkur til að viðkomandi skip sé að einhverju leiti óhentugt eða vanbúið til veiðanna með tilliti til öryggis eða búnaðar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta