Málþing um mannréttindasáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks
Öryrkjabandalag Íslands í samstarfi við innanríkisráðuneytið, velferðarráðuneytið, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Rannsóknasetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands bjóða til málþings um innleiðingu og eftirlit með mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks 11. október 2012.
Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks ásamt valfrjálsri bókun var undirritaður fyrir hönd íslenska ríkisins 30. mars 2007. Samkvæmt framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014, stendur til að innleiða hann hér á landi árið 2013. Sáttmálinn er meðal annars sérstakur að því leyti að hann segir til um hvernig framkvæmd og eftirlit bæði innanlands og utan skuli háttað og verður áhersla lögð á þau atriði á málþinginu.
Málþingið verður haldið í Hörpu og stendur frá kl. 9.00-16.00.