Hoppa yfir valmynd
19. nóvember 2024 Innviðaráðuneytið

Sértækur húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga framlengdur um þrjá mánuði

Alþingi samþykkti í gær lagafrumvarp sem velferðarnefnd mælti fyrir um að framlengja því úrræði að veita Grindvíkingum sértækan húsnæðisstuðning. Úrræðið var síðast framlengt til loka þessa árs en með þessum breytingum gildir úrræðið til 31. mars 2025.

Í greinargerð með lagafrumvarpinu telur velferðarnefnd þó mikilvægt að sem fyrst eftir að nýtt þing kemur saman verði ráðist í vinnu við að gera breytingar á úrræðinu. Þar sem fjölmargir Grindvíkingar hafa þegar selt Þórkötlu fasteignir sínar má ætla að þörf fyrir úrræðið minnki þar sem færri beri tvöfaldan húsnæðiskostnað en áður.

Lög um sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ nr. 94/2023 voru fyrst samþykkt á Alþingi í desember 2023. Markmið þeirra þá var að lækka húsnæðiskostnað þeirra Grindvíkinga sem þurftu að leigja húsnæði til íbúðar utan Grindavíkurbæjar vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga, en bera á sama tíma kostnað af eignum sínum í Grindavík sem þau geta ekki nýtt.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta