Hoppa yfir valmynd
6. janúar 2021 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fréttaannáll fjármála- og efnahagsráðuneytisins 2020

Úr fréttaannál ársins 2020 - mynd

Nýliðið ár var viðburðaríkt í starfi fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Mörkuðust verkefnin mjög af heimsfaraldri kórónuveiru en ráðuneytið gegndi leiðandi hlutverki við mótun aðgerða til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum faraldursins fyrir einstaklinga og rekstraraðila og undirbúning viðspyrnu í kjölfar hans.

Í því sambandi má nefna að unnin voru fimm frumvörp til fjáraukalaga á árinu 2020 sem voru lögð fram á Alþingi og höfðu að meginmarkmiði að bregðast við afleiðingum faraldursins. Fyrsta fjáraukalagafrumvarpið var samþykkt af þinginu í vor og það síðasta rétt fyrir jólaleyfi, en venjan er að eitt frumvarp til fjáraukalaga sé lagt fram ár hvert. Einnig átti ráðuneytið ríkan þátt í að undirbúa mál sem Alþingi afgreiddi um ýmsar ráðstafanir til að létta undir með fólki og fyrirtækjum vegna Covid-19. Má þar nefna styrki og lán á borð við lokunar-, tekjufalls- og viðspyrnustyrki, stuðnings- og viðbótarlán sem og ýmsar aðrar ráðstafanir.

Utan þess sem sneri að heimsfaraldrinum var unnið að reglubundnum verkefnum og ýmsum áherslumálum. Má þar nefna eflingu stafrænna innviða, en Stafrænt Ísland sem er eining innan ráðuneytisins fer fyrir því verkefni, aukna áherslu á opinbera nýsköpun og stóraukið viðhald og endurbætur á opinberum fasteignum í samræmi við fjárfestingarátak stjórnvalda. Þá leiddi kjara- og mannauðssýsla, í samstarfi við aðra, vinnu við verkefnið Betri vinnutími, sem miðar að breyttri tilhögun á vinnutíma sem samið var um í kjarasamningum 2020. 

 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta