Hoppa yfir valmynd
27. maí 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Krabbamein á Íslandi

Bókin Krabbamein á Íslandi
Krabbamein á Íslandi

Bókin Krabbamein á Íslandi er komin út öðru sinni og er verkið í ritstjórn Jóns Gunnlaugs Jónassonar og Laufeyjar Tryggvadóttur.

Í bókinni er að finna upplýsingar úr Krabbameinsskrá fyrir tímabilið 1957 til 2006. Um er að ræða tölfræðilegar upplýsingar og fróðleik um krabbamein á Íslandi og mun Krabbameinsfélagið færa útskriftarnemum á heilbrigðissviði bókina að gjöf nú í vor, enda eru líkur á því að þriðji hver íslendingur þurfi að glíma við sjúkdóminn einhvern tíma á lífsleiðinni. Bókin Krabbamein á Íslandi kom fyrst út árið 2004 í tilefni 50 ára afmælis Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands en kemur nú út öðru sinni.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta