Hoppa yfir valmynd
3. júní 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Norræn almannatryggingagátt opnuð

Cristina Husmark Pehrsson opnaði í dag nýja norræna gátt um almannatryggingar. Markmiðið er að einfalda frjálsa för milli Norðurlandanna. „Upplýsingaskortur veldur mörgum þeim hindrunum sem almenningur rekst á, á sviði almannatrygginga. Á almannatryggingagáttinni verður meðal annars hægt að nálgast upplýsingar um reglur sem gilda um sjúkdóma, foreldraleyfi og lífeyrisréttindi á Norðurlöndunum. Þetta ætti að auðvelda þeim lífið sem eru að huga að flutningi eða starfa nú þegar annars staðar á Norðurlöndunum en í heimalandinu", segir Cristina Husmark Pehrsson, en hún er bæði félagsmála- og samstarfsráðherra Svíþjóðar.

Á almannatryggingagáttinni verða upplýsingar um almannatryggingar á Norðurlöndunum og um reglur hvað varðar tryggingar við ólíkar aðstæður, auk þess verða þar krækjur á vefi viðkomandi stjórnvalda á Norðurlöndunum. Á gáttinni verða upplýsingar um réttindi hvað varðar veikindi, foreldraleyfi, atvinnuleysi, nám og lífeyrissjóðsmál.

Vefgáttin er ætluð einstaklingum sem flytja, starfa eða nema í öðru Norðurlandi en heimalandinu og einnig fjölskyldu þeirra, hvor sem hún flytur með eða býr áfram í heimalandi.

Upplýsingarnar eru á öllum Norðurlandamálunum, þar með talið færeysku og grænlensku og einnig á ensku. Stjórnsýsla og umsjón með uppfærslu á upplýsingum er hjá viðkomandi stjórnvöldum á Norðurlöndunum.

Sjá nánar: http://nordsoc.org

(Frá af Norden.org)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta