Hoppa yfir valmynd
12. júní 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Það skortir fé í baráttunni gegn alnæmi á heimsvísu

Heilbrigðisráðherra stjórnar umræðuhópi á ráðherraráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um AIDS
Heilbrigðisráðherra stjórnar umræðuhópi á ráðherraráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um AIDS

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, var einn fimm heilbrigðisráðherra og þjóðaleiðtoga sem fengnir voru til að stjórna umræðum á alnæmisráðstefnu SÞ í New York.

Umræðuhópurinn sem heilbrigðisráðherra stjórnaði á ráðstefnunni fjallaði sérstaklega um hvernig fjármagna mætti metnaðarfullar áætlanir í baráttunni gegn AIDS sem þjóðir heims settu sér 2001 og 2006 undir forystu Sameinuðu þjóðanna. Áður en umræðurnar hófust flutti heilbruigðisráðherra ræðu þar sem hann vakti athygli á verið gæti að útgjöldin vegna baráttunar gegn HIV yrðu 16 milljarðar dollara 2010 og jafnvel 24 milljarðar dollara 2015. Hann vakti sömuleiðis athygli á því að 10 milljónir manna þyrftu meðferð vegna HIV smits 2010 en að sennilega fengju aðeins 5 milljónir manna viðeigandi meðferð. Hann benti á að fjárþörf vegna þessa sjúkdóms í heiminum myndi nema 35 til 50 milljörðum dollara eftir sjö ár og að þess vegna væri afar brýnt fyrir þjóðir heims að hugsa um það hvernig fjármagna ætti baráttuna gegn útbreiðslu alnæmis.

Inngangsræða heilbrigðisráðherra á alnæmisráðstefnu SÞ í New York.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta