Forstjóri Landspítala
Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti forstjóra Landspítala.
Landspítali er aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús. Á spítalanum er veitt sérhæfð sjúkrahúsþjónusta, m.a. á göngu- og dagdeildum, fyrir alla landsmenn og almenn sjúkrahúsþjónustu fyrir íbúa heilbrigðisumdæmis höfuðborgarsvæðisins. Um hlutverk hans er nánar kveðið á um í lögum um heilbrigðisþjónustu. Á Landspítala starfa á fimmta þúsund starfsmenn og er spítalinn stærsti vinnustaður á Íslandi.
Forstjóri ber ábyrgð á að Landspítali starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf sem heilbrigðisráðherra setur. Forstjóri ber ábyrgð á þeirri þjónustu sem spítalinn veitir og á því að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma séu í samræmi við fjárlög og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt. Forstjóri ræður aðra starfsmenn spítalans.
Forstjóri skal hafa háskólamenntun sem nýtist honum í starfi og búa yfir reynslu af rekstri og stjórnun. Gerð er krafa um mikla samskipta – og leiðtogahæfileika.
Um laun og önnur starfskjör fer samkvæmt ákvörðun kjararáðs.
Skipað er í stöðuna til fimm ára í senn frá 1. september 2008.
Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um stöðuna.
Upplýsingar um starfið veita Ragnheiður S. Dagsdóttir ([email protected]) og Brynhildur Steindórsdóttir ([email protected]) hjá Capacent Ráðningum. Umsóknarfrestur er til og með 15. júlí n.k. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.