Hoppa yfir valmynd
16. júní 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Skipun stýrihóps um upplýsingatækni á heilbrigðissviði

Heilbrigðisráðherra hefur skipað stýrihóp um upplýsingatækni á heilbrigðissviði, þ.m.t. um heilbrigðisnet og rafræna sjúkraskrá. Stýrihópurinn mun starfa samkvæmt erindisbréfi og í umboði ráðherra innan ráðuneytisins.

Hlutverk stýrihópsins er:

  • að vinna áætlun fyrir uppbyggingu upplýsingatækni á heilbrigðissviði, þ.m.t. rafrænnar sjúkraskrár í samræmi við stefnu ráðuneytisins
  • að setja fram langtíma- og skammtímamarkmið fyrir uppbyggingu heilbrigðisupplýsingatækni á Íslandi næstu 5-8 ár og setja fram raunhæfa tímasetta áfanga með áætlunum um kostnað hvers áfanga
  • að kalla til starfa viðeigandi sérfræðinga eftir því sem þörf krefur og skipa vinnuhópa sem vinni undir stjórn stýrihópsins að einstökum afmörkuðum verkefnum upplýsingatæknivæðingarinnar.


Fyrir stýrihópnum liggur að gera tillögur um það hvernig ná megi fram stefnumiðum heilbrigðisráðuneytisins fyrir upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu næstu 5-8 árin og hvernig uppbyggingu rafrænnar sjúkraskrár skuli háttað á Íslandi á næstu 3-5 árum.

Stýrihópurinn er þannig skipaður:

Þorvaldur Ingvarsson, framkvæmdastjóri lækninga FSA, formaður
María Heimisdóttir, form. nefndar um rafræna sjúkraskrá á LSH
Sigurður Guðmundsson, landlæknir
Valgerður Gunnarsdóttir, sérfræðingur, heilbrigðisráðuneytinu
Guðrún Auður Harðardóttir, verkefnisstjóri, heilbrigðisráðuneytinu.

Valgerður Gunnarsdóttir, verður jafnframt starfsmaður stýrihópsins.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta