Hoppa yfir valmynd
13. maí 2022 Utanríkisráðuneytið

Staða öryggismála og varnarsamstarf í deiglu varnarmálaráðherra í Kirkenes

Frá vinstri: Peter Hultqvist (Svíþjóð), Bjørn Arild Gram (Noregur), Morten Bødskov (Danmörk), Antti Kaikkonen (Finnland) og Bryndís Kjartansdóttir. - mynd

Varnarmálaráðherrar Norðurlandanna funduðu í Noregi þann 11. maí á vettvangi norræna varnarsamstarfsins (NORDEFCO). Staða öryggismála í Norður-Evrópu og samvinna ríkjanna á vettvangi norræna samstarfsins var í forgrunni á fundinum, sem fram fór í Kirkenes í Norður-Noregi. Bryndís Kjartansdóttir skrifstofustjóri öryggis- og varnarmálaskrifstofu sat fundinn af Íslands hálfu.

Sameiginleg yfirlýsing var gefin út af fundinum þar sem áhersla er lögð á mikilvægi samstöðu Norðurlandanna og norræns samstarfs í öryggis- og varnarmálum, sem ástæða er til að efla. Yfirlýsinguna er að finna hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta