Staða öryggismála og varnarsamstarf í deiglu varnarmálaráðherra í Kirkenes
Varnarmálaráðherrar Norðurlandanna funduðu í Noregi þann 11. maí á vettvangi norræna varnarsamstarfsins (NORDEFCO). Staða öryggismála í Norður-Evrópu og samvinna ríkjanna á vettvangi norræna samstarfsins var í forgrunni á fundinum, sem fram fór í Kirkenes í Norður-Noregi. Bryndís Kjartansdóttir skrifstofustjóri öryggis- og varnarmálaskrifstofu sat fundinn af Íslands hálfu.
Sameiginleg yfirlýsing var gefin út af fundinum þar sem áhersla er lögð á mikilvægi samstöðu Norðurlandanna og norræns samstarfs í öryggis- og varnarmálum, sem ástæða er til að efla. Yfirlýsinguna er að finna hér.