Hoppa yfir valmynd
6. október 2022 Utanríkisráðuneytið

Tveir nýir UNESCO skólar

Embla og Laufey, fulltrúar 6. bekkjar í Réttindaráði Laugarnesskóla, með UNESCO skírteinið. - mynd

Tveir nýir UNESCO skólar bættust nýlega við UNESCO skólanetið, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og Laugarnesskóli.

UNESCO skólar á Íslandi eru því orðnir fjórtán talsins, einn leikskóli, fimm grunnskólar og átta framhaldsskólar. Þess má geta að Laugarnesskóli er fyrsti grunnskólinn á vegum Reykjavíkurborgar til að verða UNESCO skóli. Enn fleiri skólar bíða nú einnig eftir aðild en umsóknarferlið tekur fáeina mánuði.

Mennta- og barnamálaráðuneytið gerði nýlega fjögurra ára samning við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi um UNESCO skólaverkefnið. Meginmarkmið samningsins eru að að styðja við innleiðingu á helstu þemum UNESCO-skóla, sem eru alþjóðasamvinna, starfsemi Sameinuðu þjóðanna, heimsmarkmiðin, friður og mannréttindi á leikskóla-, grunnskóla og framhaldsskólastigi.

Markmið samningsins er einnig að styðja við framgang aðgerðar átta í menntastefnu stjórnvalda, Raddir unga fólksins – virkt nemendalýðræði á öllum skólastigum; að styðja við stefnu um Barnvænt Ísland og að efla lýðræðis- og mannréttindamenntun.

  • Tveir nýir UNESCO skólar - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta