Undirbúningur stuðningslána vel á veg kominn
Föstudaginn 29. maí birti fjármála- og efnahagsráðherra reglugerð um stuðningslán Í henni er meðal annars fjallað um hlutlæg viðmið vegna mats á rekstrarhæfi fyrirtækja, líkt og gert er ráð fyrir í nýlegum lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.
Áður höfðu seðlabankastjóri og fjármála- og efnahagsráðherra gengið frá samningi um umsýslu vegna ábyrgða ríkissjóðs á stuðningslánunum og þess er vænst að samningar Seðlabankans við lánastofnanir verið frágengnir fljótlega.
Hægt er að kynna sér skilyrði fyrir lánveitingu og reiknivél á vefnum Ísland.is