Hoppa yfir valmynd
9. apríl 2021 Heilbrigðisráðuneytið

COVID 19: Um 2,4% fullorðinna bólusett á einum degi

Í gær 8. apríl voru um 6.630 einstaklingar bólusettir við COVID-19, þar af 2330 með bóluefni Pfizer/BioNTech og 4301 með bóluefni Oxford/AstraZeneca. Þetta er stærsti bólusetningardagur á Íslandi vegna COVID-19 frá upphafi. Þessi fjöldi nemur tæplega 2,4% þeirra 280 þúsund einstaklinga sem til stendur að bólusetja við COVID-19.

Nú hafa því 58.567 einstaklingar fengið a.m.k. einn skammt af bóluefni eða um 21% af heildarfjöldanum. Miðað við staðfestar áætlanir um afhendingu bóluefna gegn COVID-19 í apríl má vænta þess að um mánaðamótin apríl/maí verði um 90 þúsund einstaklingar búnir að fá a.m.k. einn skammt eða um þriðjungur þeirra sem til stendur að bólusetja.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta