Ráðherra skipar samráðshóp lykilaðila í menntakerfinu
Samráðshópurinn er skipaður fulltrúum frá: Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Skólastjórafélagi Íslands, Skólameistarafélags Íslands, Félagi stjórnenda leikskóla, Félagi leikskólakennara, Félagi grunnskólakennara, Félagi framhaldsskólakennara, Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Umboðsmanni barna, Samtakanna Heimilis og skóla, Sambandi íslenskra framhaldsskólanema, Landssamtökum íslenskra stúdenta, Samfés, Menntamálastofnunar, Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Hólum, Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólans á Bifröst og Háskólans í Reykjavík.
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra:
„Undanfarna daga hef ég einnig átt fjarfundi með rektorum og skólastjórnendum, öðrum fræðsluaðilum og fulltrúum sveitarfélagana. Þessir lykilaðilar í skólakerfinu okkar hafa sýnt mikla yfirvegun og samstöðu, og ég er þakklát fyrir þeirra góðu viðbrögð og forystu í þessum krefjandi aðstæðum. Öllum er ljóst að takmarkanir á skólahaldi og samkomubann sem gilda mun frá og með mánudeginum 16. mars mun hafa umtalsverð áhrif á skólastarf. Aðstæður skólanna eru mismunandi en það er verkefni okkar að skipuleggja starfsemina sem best tilliti með til nýrra aðstæðna.“