Hoppa yfir valmynd
3. september 2004 Heilbrigðisráðuneytið

Lyfjagreiðslunefnd skipuð til fjögurra ára

Fréttatilkynning nr. 23/2004

Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur skipað fimm menn í lyfjagreiðslunefnd. Nefndin er skipuð samkvæmt 43. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 og eru nefndarmenn skipaðir til fjögurra ára.

Þessir sitja í lyfjagreiðslunefnd:

Páll Pétursson, fyrrverandi ráðherra, formaður
Til vara: Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarm. Utanríkisráðherra

Samkvæmt tilnefningu fjármálaráðuneytis:

Hallgrímur Guðmundsson, stjórnsýslufræðingur
Til vara: Leifur Eysteinsson, viðskiptafræðingur

Samkvæmt tilnefningu Landlæknis:

Matthías Halldórsson, læknir
Til vara: Tryggvi Ásmundsson, læknir

Samkvæmt tilnefningu Lyfjastofnunar:

Þorbjörg Kjartansdóttir, lyfjafræðingur
Til vara: Pétur S. Gunnarsson, lyfjafræðingur

Samkvæmt tilnefningu Tryggingastofnunar ríkisins:

Svanhildur Sveinbjörnsdóttir, hagfræðingur
Til vara: Kristján Guðjónsson, lögfræðingur

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta