8. málþing Rannsóknarstofnunar KHÍ 15.-16.11. 2004
Helgina 15.-16. október 2004 verður haldið málþing í Kennaraháskóla Íslands sem ber yfirskriftina Rannsóknir – nýbreytni – þróun. Helsta markmið málþingsins er að skapa vettvang til kynningar á rannsóknar- og þróunarverkefnum og efla nýsköpunarviðleitni uppeldis-, mennta- og umönnunarstétta.
Málþingið er einn helsti vettvangur til kynningar á rannsóknar- og þróunarverkefnum á þessu sviði hérlendis og er nú haldið í áttunda sinn. Á síðastliðnu hausti voru haldin ríflega hundrað erindi um nýbreytnistarf í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum, tónlistarskólum og háskólum auk þróunarstarfs í þágu fatlaðra í samfélaginu.
Málþingið er haldið á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ í samráði við Félag framhaldsskólakennara, Félag grunnskólakennara, Félag íslenskra framhaldsskóla, Félag íslenskra leikskólakennara, Félag tónlistarskólakennara, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Grunnur – samtök forstöðumanna skólaskrifstofa, Heimili og skóla, Íþróttakennarafélag Íslands, Leikskóla Reykjavíkur, Menntamálaráðuneytið, Skólastjórafélag Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélag Íslands.
Skráningarform og dagskrá er að finna á vefslóð málþingsins: http://malthing.khi.is