Fækkun alvarlegra umferðarslysa
Árið 1994 slösuðust 242 einstaklingar alvarlega í umferðarslysum, árið 2003 var talan kominn niður í 145. Þó að árangur hafi náðst í fækkun alvarlegra umferðarslysa þá látast enn alltof margir í umferðarslysum á ári hverju.
Í umferðaröryggisáætlun 2002-2012 er stefnt að því að fækka banaslysum og öðrum alvarlegum slysum um 40% fyrir árslok 2012, með öðrum orðum að færri en 120 einstaklingar slasist alvarlega eða láti lífið í umferðinni í lok tímabilsins. Í áætlun til ársins 2025 er stefnt að því að banaslys og alvarleg slys verði ekki fleiri en 52 á ári.
Samgönguráðuneytið, Umferðarstofa, Rannsóknarnefnd umferðarslysa og Vegagerðin ásamt lögreglu vinna að því í sameiningu að leita leiða til að bæta umferðaröryggi á Íslandi svo samfélagið verði fyrir sem minnstum skaða af völdum umferðarslysa.
Rétt er að benda á mjög áhugaverða og ítarlega skýrsla um umferðarslys á Íslandi sem kom út í sumar.
Innihald skýrslunnar er eftirfarandi:
1 UMFERÐARSLYS ÁRIÐ 2003
1.1 STAÐSETNING UMFERÐARSLYSA
1.1.1 UMFERÐARSLYS Á LANDINU ÖLLU
Fjöldi slysa eftir mánuðum og stigum meiðsla
Fjöldi slasaðra og látinna eftir mánuðum og stigum meiðsla
1.1.2 UMFERÐARSLYS EFTIR MÁNUÐUM OG MEIÐSLUM Í NOKKRUM BÆJUM
Reykjavík
Hafnarfjörður
Kópavogur
Akureyri
1.1.3 UMFERÐARSLYS EFTIR UMDÆMUM
1.1.4 FJÖLDI SLYSA Í DREIFBÝLI OG ÞÉTTBÝLI
1.2 TÍMI UMFERÐARSLYSA
1.2.1 UMFERÐARSLYS EFTIR VIKUDÖGUM
1.2.2 UMFERÐARSLYS EFTIR TÍMA SÓLARHRINGS
1.2.3 UMFERÐARSLYS EFTIR VIKUDÖGUM OG TÍMA SÓLARHRINGS
1.3 ALDUR OG KYN
1.3.1 ALDURSKIPTING SLASAÐRA OG LÁTINNA
1.3.2 ALDUR ÖKUMANNA SEM LENTU Í SLYSI
1.3.3 KYN SLASAÐRA OG LÁTINNA
1.3.4 KYN ÖKUMANNA Í UMFERÐARSLYSUM
1.4 BÍLBELTANOTKUN
1.4.1 BÍLBELTANOTKUN SLASAÐRA OG LÁTINNA
1.4.2 BÍLBELTANOTKUN KYNJANNA
Karlmenn sem slasast í umferðinni
Kvenmenn sem slasast í umferðinni
1.5 VEGFARENDUR
1.5.1 SLASAÐIR OG LÁTNIR EFTIR VEGFARENDAHÓPUM
1.5.2 ALDURSSKIPTING VEGFARENDAHÓPA SLASAÐRA OG LÁTINNA
1.6 TEGUNDIR SLYSA
1.6.1 TEGUNDIR SLYSA (SLYS MEÐ MEIÐSLUM OG BANASLYS)
1.7 AÐSTÆÐUR VIÐ SLYS
1.7.1 VEÐUR
1.7.2 FÆRÐ
1.7.3 BIRTA