Styrkir til verkefna sem ætlað er að auka öryggi sjófarenda
Árlega eru veittir styrkir til hugvitsmanna til rannsókna og þróunar verkefna sem geta stuðlað að auknu öryggi sjófarenda. Styrkir eru nú lausir til umsóknar og er frestur til að skila inn umsóknum til 15. maí nk. Frekari upplýsingar er að finna á vef Samgöngustofu.
Styrkirnir eru veittir einstaklingum og/eða félögum og hljóðar heildarstyrkupphæðin upp á 2.500.000 krónur að hámarki hvert ár af fjárveitingu til öryggisáætlunar sjófarenda.