26. október 2021 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytiðÞrír áhugaverðir viðburðir um netöryggismálFacebook LinkTwitter Link Þrír áhugaverðir viðburðir um netöryggismál verða haldnir í vikunni en þeir eru allir hluti af evrópska netöryggismánuðinum, sem haldinn er í október ár hvert. Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi málaflokksins og hvetja til þess að viðburðir á sviði netöryggismála yrðu haldnir í mánuðinum. 27. október Hádegisfundur Ský: Gagnagíslataka – Ógn sem er komin til að vera. Fundur á Grand hótel, kl. 12:00–14:00. - Upplýsingar og skráning 28. október Vefráðstefna ITU: Women in Cyber: A year later. Þetta er framhald vefráðstefnunnar Empowering Women In Cybersecurity sem haldin var 6. október í fyrra. Ráðstefnan var kynnt sérstaklega sem hluti netöryggismánaðar og veffundur haldinn (Tækifæri kvenna tengd netöryggi) undir stjórn ungra íslenskra kvenna. Á þessari nýju vefráðstefnu verður farið yfir hvað hefur áunnist við að rétta hlut kvenna í netöryggi og áherslur í framtíðinni, enda er vaxandi áhersla alþjóðlega á þetta mál. - Upplýsingar og skráning 29. október Netöryggiskeppni (e. Capture The Flag – CTF) í samvinnu SecureIT og SANS. Keppnin hefst kl. 8, sjá nánari upplýsingar. Nánari upplýsingar Vefsvæði um netöryggi á vef Stjórnarráðsins Nánar um evrópska netöryggismánuðinn Yfirlit yfir viðburði á vegum Alþjóðafjarskiptasambandsins (ITU) árið 2021 EfnisorðNetöryggiSamgöngur og fjarskipti