Ísland leggur áherslu á samþættingu kynjasjónarmiða í alþjóðakefinu á fastaráðsfundi ÖSE í tilefni alþjóðlega kvennadagsins 8. mars.
Ísland lagði áherslu á mikilvægi kynjajafnréttis og samþættingar kynjasjónarmiða innan alþjóðakerfisins í umræðum á fastaráðsfundi ÖSE í tilefni af alþjóðlega kvennadeginum 8. mars. Minntist Guðni Bragason fastafulltrúi á samþykkt ráðherrafundar ÖSE í Mílanó 2018 um varnir gegn ofbeldi gegn konum og mikilvægi samþykktar öryggisráðs SÞ um konur frið og öryggi.