Hoppa yfir valmynd
10. nóvember 2017 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Síðari úthlutun Hljóðritasjóðs 2017

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu stjórnar Hljóðritasjóðs um seinni úthlutun úr sjóðnum 2017. Hlutverk Hljóðritasjóðs er að efla íslenska hljóðritagerð í tónlist með fjárhagslegum stuðningi við útgáfu hljóðrita. Íslensk hljóðrit eru hljóðrit sem unnin eru og kostuð af íslenskum aðilum eða eru samstarfsverkefni íslenskra og erlendra aðila.

Umsóknarfrestur rann út 15. september 2017. Alls bárust 90 umsóknir að upphæð ríflega 71 milljón króna. Þrjátíu og átta verkefni hljóta styrki að þessu sinni og er heildarúthlutun 14.850.000 kr. Styrkupphæðir eru á bilinu 150.000 – 1.000.000 kr. Verkefni skiptast þannig: nítján popp- og rokk verkefni, sjö samtímatónlistarverkefni, fimm jazzverkefni, og sjö af öðrum meiði.

Starfsmenn sjóðsins gerðu mistök við úrvinnslu niðurstaðna og fékk því hluti umsækjenda röng svarbréf 30. október sl. Mennta- og menningarmálaráðherra ákvað að afturkalla öll svarbréfin þar sem þau voru ekki í samræmi við niðurstöður stjórnar Hljóðritasjóðs og í framhaldinu staðfesti hann tillögur hennar.
Rannís harmar mistökin og hefur beðið umsækjendur afsökunar með skriflegu svari. Farið hefur verið yfir verkferla til að tryggja að slíkt endurtaki sig ekki.

Sjá nánari upplýsingar um úthlutunina á vef Rannís.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta