Bein útsending frá ráðstefnunni Lýðræði á 21. öld í Ráðhúsi Reykjavíkur
Bein útsending er frá ráðstefnu um eflingu lýðræðis á Íslandi undir yfirskriftinni: Lýðræði á 21. öld sem stendur frá klukkan 10 til 15 í dag. laugardaginn 10. nóvember. Meðal annars er rætt um íbúalýðræði, kosningaaldur, þátttöku unglinga og fleira. Að ráðstefnunni standa innanríkisráðuneytið í samvinnu við Lýðræðisfélagið Öldu, Reykjavíkurborg og umboðsmann barna.
Innlendir og erlendir sérfræðingar flytja erindi og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra setur ráðstefnuna með ávarpi sem hann nefnir: Lýðræði á nýrri öld – valdið til fólksins. Ráðstefnustjórar verða Ragnhildur Hjaltadóttir og Kristinn Már Ársælsson.
Ráðstefnan er öllum opin, gjaldfrjáls og öllum aðgengileg, rittúlkuð og táknmálstúlkuð.