Aðsetur yfirkjörstjórna á kjördag
Hér að neðan fylgir listi með upplýsingum um aðsetur yfirkjörstjórna á kjördag. Einnig fylgja upplýsingar um símanúmer innanríkisráðuneytisins og Þjóðskrár Íslands sem svarað verður í á kjördag frá kl. 10:00–22:00.
Yfirkjörstjórnir munu hafa aðsetur á kjördag sem hér segir:
- Reykjavíkurkjördæmi suður: Hagaskóli, bæði meðan kosning fer fram og við talningu atkvæða.
- Reykjavíkurkjördæmi norður: Ráðhúsi Reykjavíkur, bæði meðan kosning fer fram og við talningu atkvæða.
- Suðvesturkjördæmi: Íþróttahúsinu Kaplakrika, Hafnarfirði, bæði meðan kosning fer fram og við talningu atkvæða.
- Suðurkjördæmi: Fjölbrautarskólinn á Suðurlandi, Selfossi, bæði meðan kosning fer fram og við talningu atkvæða.
- Norðvesturkjördæmi: Hótel Borgarnes, Egilsgötu 14-16, Borgarnesi, á meðan kosning fer fram. Talning fer fram í Íþróttahúsinu í Borgarnesi við Þorsteinsgötu.
- Norðausturkjördæmi: Verkmennaskólinn á Akureyri, á kennarastofu í A álmu á meðan kosning fer fram. Talning fer fram í KA-heimilinu við Dalsbraut.
- Innanríkisráðuneytið: Símavakt: 545 9040, 899 5525 og 897 0992.
- Þjóðskrá Íslands: Sími 515 5300.
- Ráðhús Reykjavíkur: Skiptiborð: 411 1000. Öryggisvarsla: 411 1020
- Sýslumaðurinn í Reykjavík: Bergþóra Sigmundsdóttir. Sími 691 0633.