Embætti hæstaréttardómara auglýst laust til umsóknar
Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið hefur auglýst laust til umsóknar dómaraembætti við Hæstarétt Íslands.
Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið hefur auglýst laust til umsóknar dómaraembætti við Hæstarétt Íslands. Skipað verður í embættið frá og með 1. ágúst 2010 en þá lætur Hjördís Hákonardóttir af störfum á grundvelli 61. gr. stjórnarskrárinnar.
Við skipun í embættið verður farið að nýjum reglum við skipun dómara í samræmi við breytingar þær sem gerðar hafa verið á lögum um dómstóla með lögum nr. 45/2010 er tóku gildi 29. þessa mánaðar.
Umsóknir berist dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu eigi síðar en þann 18. júní nk.