Hoppa yfir valmynd
9. júní 2010 Dómsmálaráðuneytið

Tillögur vinnuhóps um fyrirkomulag við vistun ungra fanga

Vinnuhópur, sem Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra skipaði til að skoða fyrirkomulag við vistun fanga á aldrinum 15-18 ára, hefur lokið störfum.

Vinnuhópur, sem Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra skipaði til að skoða fyrirkomulag við vistun fanga á aldrinum 15-18 ára, hefur lokið störfum. Í skýrslu sinni kemur hópurinn með tillögur að fyrirkomulagi er fullnægir þeim skilyrðum sem sett eru í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins um vistun ungra fanga til að hægt sé að lögfesta samninginn og falla frá yfirlýsingu sem Ísland gaf út við undirritun hans.

Vinnuhópurinn leggur til að sakhæf börn, sem dæmd hafa verið í óskilorðsbundna fangelsisrefsingu, afpláni fangelsisrefsingu á meðferðarheimilum á vegum Barnaverndarstofu. Þá verði rýmum á lokaðri deild í neyðarvistun Barnaverndarstofu fjölgað fyrir gæsluvarðhaldsfanga sem eru ekki í einangrun. Sérstök eining verði búin til á einu af meðferðarheimilum Barnaverndarstofu sem myndi uppfylla skilyrði Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Vinnuhópurinn telur ekki fýsilegt að setja á laggirnar sérstakt unglingafangelsi eða útbúa sérstaka einingu innan fangelsa landsins, m.a. í ljósi þess hversu fá börn undir 18 ára aldri séu dæmd í óskilorðsbundið fangelsi hér á landi. Slík úrræði yrðu óhagstæð bæði út frá hagsmunum fanga undir lögaldri og fjárhagslegum sjónarmiðum.

Vinnuhópurinn, sem hóf störf í nóvember 2009, var skipaður þeim Skúla Þór Gunnsteinssyni, lögfræðingi í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, sem jafnframt var formaður, Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, og Erlu Kristínu Árnadóttur, lögfræðingi hjá Fangelsismálastofnun ríkisins. Heiða Björg Pálmadóttir, lögfræðingur Barnaverndarstofu, sat fundi vinnuhópsins fyrir hönd Braga Guðbrandssonar. Hópurinn lauk störfum 31. maí 2010.

Skýrsla vinnuhóps um afplánun sakhæfra barna (pdf-skjal)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta