Dómsmála- og mannréttindaráðherra fundaði með mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna
Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra fundaði í dag með fr. Navanethem Pillay, mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna.
Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra fundaði í dag með fr. Navanethem Pillay, mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna.
Kynnti Pillay hlutverk Sameinuðu þjóðanna við að efla og vernda mannréttindi og þá aðstoð sem þær geta veitt þjóðum í mannréttindamálum. Þá voru m.a. rædd tilmæli sem Sameinuðu þjóðirnar hafa beint til Íslands í mannréttindamálum og hlutverk og nauðsyn þjóðbundinna mannréttindastofnana.
Pillay hefur gegnt stöðu mannréttindafulltrúa SÞ í um það bil tvö ár. Hún er frá Suður-Afríku, lögfræðingur að mennt. Hún er fimmti mannréttindafulltrúi Sþ frá því að embættið var stofnað árið1993.