Opið fyrir umsagnir um verkferla í íþróttum
Starfshópurinn skoðar t.d. hvort viðeigandi fræðsluefni sé til staðar í íþróttastarfi og hvernig brugðist er við þegar mál koma upp. Starfshópurinn hefur það hlutverk að gera tillögur um aðgerðir sem eiga að beinast að íþróttahreyfingunni sjálfri en einnig að stjórnvöldum og sveitarfélögum.
Ábendingar óskast um aðgerðir, bætt vinnulag og jafnvel lagabreytingar sem hindrað gætu kynferðislega áreitni og ofbeldishegðun sem opinberir aðilar, stjórnvöld, sveitarfélög og íþróttahreyfingin gæti tekið upp í sínu starfi.