Hoppa yfir valmynd
6. júní 2014 Forsætisráðuneytið

9. fundur stjórnarskrárnefndar

Dagskrá

  1. Fundargerð síðasta fundar
  2. Útgáfa áfangaskýrslu (1)
  3. Önnur mál

Fundargerð

9. fundur – haldinn föstudaginn 23. maí 2014, kl. 9.15, í Þjóðmenningarhúsinu, stofu Jóns Sigurðssonar, Reykjavík.

Mættir voru eftirtaldir: Sigurður Líndal, formaður, Aðalheiður Ámundadóttir, Birgir Ármannsson, Skúli Magnússon og Valgerður Gunnarsdóttir.Nefndarmennirnir Jón Kristjánsson, Katrín Jakobsdóttir, Páll Valur Björnsson og Valgerður Bjarnadóttir höfðu boðað forföll.

Þá sat fundinn Sif Guðjónsdóttir, lögfræðingur á löggjafarskrifstofu forsætisráðuneytis og ritari nefndarinnar.

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð 8. fundar, föstudaginn 25. apríl 2014, var send nefndarmönnum með tölvupósti 6. maí. Engar athugasemdir komu fram og telst fundargerðin samþykkt.

2. Útgáfa áfangaskýrslu

Rætt var um möguleika á útgáfu fyrstu áfangaskýrslu/grænbók nefndarinnar. Meginefni skýrslunnar væri þá texti eftirtalinna fjögurra minnisblaða:

  • Þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli undirskrifta.
  • Framsal ríkisvalds í þágu alþjóðasamvinnu.
  • Auðlindir.
  • Umhverfisvernd.

Skýrslan hefði þann tilgang að upplýsa um starf nefndarinnar og efna til opinberrar umræðu um framangreind efnisatriði í ljósi þess. Til viðbótar við fyrirliggjandi texta minnisblaða gæti einnig verið gagnlegt að vekja athygli á helstu álitaefnum að mati nefndarinnar, t.d. þannig að hverjum kafla fylgi spurningar. Áfangaskýrslan/grænbókin felur ekki í sér yfirlýsingu um niðurstöður nefndarinnar eða einstakra nefndarmanna. Útfærslur og orðalag ákvæða hafa ekki komið til umfjöllunar í nefndinni enn sem komið er og ljóst að á síðari stigum kunna nefndarmenn að leggja fram mismunandi tillögur í þeim efnum.

Í formála skýrslunnar yrði stutt útskýring á tilurð hennar og þess háttar almenn atriði. Þar á meðal mun koma skýrt fram að vinna nefndarinnar mun ná til fleiri atriði og að þetta verður ekki eina áfangaskýrsla nefndarinnar. Skýrslunni myndi jafnframt fylgja samantekt helstu atriða.

Með hliðsjón af 70 ára afmæli lýðveldisins væri  vel við hæfi að kynna útgáfu skýrslunnar 16. júní næstkomandi í Þjóðmenningarhúsi.

Samþykkt að miða við framangreint. Nefndarmenn munu fá send fyrstu drög að slíkri skýrslu í næstu viku. Athugasemdir þurfa að vera skriflegar og gera má ráð fyrir að þær verði (eftir atvikum) sérgreind viðbót tiltekins nefndarmanns við fyrirliggjandi texta minnisblaða. Ljúka þyrfti umfjöllun um skýrsluna á næsta fundi nefndarinnar, 6. júní næstkomandi.

3. Embætti forseta Íslands

Haldið var áfram umfjöllun sem hófst á síðasta fundi, sbr. m.a. bókun í fundargerð þess efnis að SM vinni drög að texta. Sá texti liggur nú fyrir og var sendur nefndarmönnum með tölvupósti 6. maí, sjá minnisblað (drög nr. 2), dags. 6.5.2014. Engar athugasemdir bárust.

Orðið var gefið laust og nefndarmenn ræddu um efni minnisblaðsins. Engar athugasemdir komu fram.

4. Alþingi

Orðið var gefið laust og rætt um stjórnarskrárákvæði varðandi störf Alþingis, með áherslu á eftirfarandi atriði:

  • Stöðumat (fræðileg/pólitísk greining því hvort breytinga(r) er þörf).
  • Sér nefndin fyrir sér miklar breytingar eða litlar? Breytingar í einu lagi eða áföngum? Þarf sérstakt ferli?
  • Framtíðarsýn og markmið við endurskoðun.
  • Helstu leiðir/áherslur að mati nefndarinnar og áhrif þeirra.

Frekari umfjöllun frestað.

5. Ríkisstjórn og ráðherrar

Umfjöllun frestað.

6. Önnur mál

Á síðasta fundi var ákveðið að kanna möguleika á að efna til almennrar og fræðilegrar umræðu um kosningar og kjördæmaskipan, svo sem með sérstöku málþingi, í samvinnu við forsætisráðuneyti og fleiri aðila. Forsætisráðuneyti hefur tekið þessari hugmynd vel og hefur hana til nánari skoðunar. Á slíku málþingi væri hugsanlega einnig hægt að fjalla um efnisatriði í fyrstu áfangaskýrslu nefndarinnar, sbr. bókun undir dagskrárlið 2 hér að framan.

Næsti fundur verður haldinn föstudaginn 6. júní, á reglulegum fundartíma og fundarstað nefndarinnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.15

SG skrifaði fundargerð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta