Hoppa yfir valmynd
24. ágúst 2018 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Námsefni í lestri fyrir elstu bekki leikskóla

Menntamálastofnun og Lions-hreyfingin standa sameiginlega að dreifingu námsefnapakka til allra nemenda í elstu bekkjum leikskóla á Íslandi með það að markmiði að efla hæfni þeirra í lestri. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra afhenti fyrstu námefnispakkana í gær en við þeim tók Þóra Jóna Jónatansdóttir leikskólastjóri í leikskólanum Geislabaugi í Grafarholti ásamt hressum hópi nemenda.

„Það er gleðiefni að þetta metnaðarfulla verkefni sé komið á laggirnar. Mér þótti frábært að fá að heimsækja leikskólann Geislabaug og heyra af áherslunni á læsi í þeirra starfi – það er sannarlega til fyrirmyndar. Við viljum efla læsi barna á öllum skólastigum og námsefnið sem nú er afhent er liður í því að styðja alla leikskóla í því að vinna markvissar með undirstöðuþætti lestrar og læsis.“

Lestrarátaksnefnd var stofnuð innan Lions-hreyfingarinnar árið 2012 og hefur hún komið að fjölbreyttum verkefnum. Nefndina nú skipa Dagný Finnsdóttir, Hrund Hjaltadóttir og Jórunn Guðmundsdóttir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta