Hoppa yfir valmynd
19. júlí 2011 Innviðaráðuneytið

Fyrstu sölusamningar Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs frágengnir

Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sem tók til starfa í ársbyrjun samhliða flutningi á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga, hefur gengið frá fyrstu formlegu samningum um sölu á fasteignum sem nýttar eru í þjónustu við fatlað fólk og áður voru í eigu og umsjón Framkvæmdasjóðs fatlaðra.

Við yfirfærsluna færðust um 80 húseignir víðs vegar um landið yfir til hins nýja Fasteignasjóðs en hlutverk hans er að ganga frá sölu eða leigu á viðkomandi eignum til þeirra sveitarfélaga þar sem viðkomandi húseignir eru. Söluandvirði eignanna og öðrum tekjum sjóðsins umfram gjöld verður ráðstafað til sérdeildar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlaða til jöfnunar vegna búsetuþjónustu við fatlað fólk.

Fyrstu formlegu sölusamningarnir voru staðfestir af innanríkisráðherra á dögunum í samræmi við tillögur ráðgjafanefndar Fasteignasjóðsins. Um er að ræða heimili fyrir geðfatlaða í Reykjavík og á Akureyri. Undirbúningur að samningum er hafinn við öll viðkomandi sveitarfélög og hefur meðal annars verið gerð úttekt á ástandi umræddra fasteigna sem er nú til yfirferðar hjá sveitarfélögunum.  

Viðræður Fasteignasjóðsins við sveitarfélögin ganga vel. Samningar um sölu á fjórum fasteignum í Kópavogi eru á lokastigi og formlegar viðræður eru að hefjast um sölu 24 fasteigna í Reykjavík, 5  á Akureyri, 5 í Hafnarfirði og fjórum í Garðabæ. Stefnt er að því að ljúka samningum um allar eignir sem Fasteignasjóðurinn hefur forræði yfir fyrir lok þessa árs.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta