Föstudagspóstur 17. nóvember 2023
Heil og sæl,
"Jarðhræringar" er dæmi um fallegt orð í íslenskunni sem flest okkar hafa sennilega aldrei notað eins mikið og þessa vikuna. Áhrifin af því að bíða eftir eldgosi fara ekki framhjá okkur í utanríkisþjónustunni enda áhugi erlendra fjölmiðla á vaxandi gosvirkni hér gríðarlega mikill. Þá eru Íslendingar um allan heim í tengslum við sendiráð okkar til að fá upplýsingar um stöðuna og margir velta fyrir sér hvort óhætt sé að ferðast til landsins að svo búnu. Til að bregðast við fjölda fyrirspurna erlendis frá höfum við komið upp "spurt og svarað" á stjórnarráðsvefnum og bendum fólki á að skoða upplýsingarnar sem þar er að finna nánar.
Varnarmál, fjölþjóðlegar stofnanir, tvíhliða tengsl, þróunarsamvinna, viðskipti þjóða, hafréttur, loftslagsmál og svo ótal, ótal margt fleira er á borði utanríkisráðherra alla daga og í þessari viku sem endranær var enginn afsláttur gefinn á neinu sviði.
Heimsþing kvenleiðtoga var haldið í Reykjavík og af því tilefni hélt Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra erindi á rakarastofu þar sem hann, ásamt tveimur öðrum, deildi reynslu sinni og hugmyndum af því hvernig karlmenn geta betur barist fyrir kynjajafnrétti.
Utanríkisráðherra Malaví Nancy Tembo, heimsótti Reykjavík í tengslum við þingið og af því tilefni áttu hún og Bjarni fund þar sem þau ræddu áratuga farsælt samstarf ríkjanna tveggja á sviði þróunarsamvinnu en á næsta ári höldum við upp á 35 ára samstarf ríkjanna á þessu sviði.
Þá var einnig greint frá tvísköttunarsamningi við Ástralíu á stjórnarráðsvefnum sem tekur gildi í janúar. Megin markmið svona samninga eru að jafna samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja á erlendum vettvangi og auka fyrirsjáanleika í viðskiptum.
Og við skulum ekki gleyma Róberti Spanó sem hlaut afburðagóða kosningu í stjórn alþjóðlegrar tjónaskrár fyrir Úkraínu í Strassborg í vikunni. Róbert tekur eitt af sjö sætum í stjórn tjónaskrárinnar sem tekur til eignaskemmda, manntjóns og alvarlegra meiðsla sem orðið hafa í stríði Rússlands í Úkraínu.
„Stofnsetning tjónaskrárinnar var ein helsta niðurstaða leiðtogafundar Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík í maí og veigamikið skref í átt að ábyrgðarskyldu vegna þeirra brota sem Rússland hefur framið þar í landi. Afar mikilvægt er að vel takist til og með íslenskum fulltrúa í stjórn tjónaskrárinnar sýnum við okkar stuðning í þágu Úkraínu,“ sagði Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra af þessu tilefni.
Ráðherra hélt líka ræðu í Varðbergi um öryggis- og varnarmál Íslands sem, eins og gefur að skilja, hafa fengið aukið vægi undanfarin misseri. Umfjöllun um fundinn og ræðuna í heild sinni má finna hér.
Samstarfssamningur við UNESCO um þróunarsamvinnu var endurnýjaður.
og utanríkisráðherra ákvað að veita 100 milljóna króna viðbótarframlag vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinu þjóðanna, einnar af okkar helstu samstarfsstofnunum í mannúðarmálum, auk Alþjóðlega sakamáladómstólsins.
Sendiráð Íslands í Peking hélt að sjálfsögðu upp á okkar ástkæra og ylhýra á degi íslenskrar tungu, þetta árið með nemendum í íslensku frá Beijing Foreign Studies University.
Celebrating the Day of the Icelandic Language 🇮🇸 with students from the Beijing Foreign Studies University pic.twitter.com/XFLQxdfiJL
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) November 16, 2023
Þá tók og sendiráðið þátt í China-Nordic Economic & Trade Forum í Wuhan.
The Embassy of Iceland organized participation of Icelandic brands in the China-Nordic Economic and Trade Forum in Wuhan. Trade Representative Petur Yang Li spoke at the opening ceremony about 🇮🇸🇨🇳 trade pic.twitter.com/xZLzh8khVk
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) November 17, 2023
Dagur íslenskrar tungu var líka í hávegum hafður hjá sendiráði okkar í Japan. Þar var boðið upp á íslenskukennslu á netinu.
【お知らせ】
— 多摩市公式(にゃんともTAMA三郎) (@nyantomo_tama) November 9, 2023
11月16日は #アイスランド語の日!
駐日アイスランド大使館主催のアイスランド語学セミナーをオンラインで開催するニャ♪
このセミナーを受ければ #アイスランド をもっと好きになるかも?
詳細は⇒https://t.co/tmQlpTh7q0#Iceland pic.twitter.com/uM4Kgrqyga
Utanríkisráðherra Japan, Yoko Kamikawa, sendi Heimsþingi kvenleiðtoga í Reykjavík kveðju.
レイキャビクグローバルフォーラムは女性閣僚らによる政治的リーダーやリーダーシップを支援/養成/啓蒙を目的としたフォーラムで、今年は上川陽子外務大臣より女性の安全についてビデオメッセージを寄せられました。下記リンクの1時間7分目ごろにビデオを視聴できます🇮🇸🤝🇯🇵👭https://t.co/LWsXuKFANN
— 駐日アイスランド大使館 (@IcelandEmbTokyo) November 15, 2023
Joined representatives of 150 countries at #Expo2025 int. participant meeting in Osaka. The theme is “Designing Future Society for Our Lives”.
— Ragnar Thorvardarson (@RagnarThorv) November 16, 2023
Iceland 🇮🇸 & 🇩🇰🇫🇮🇳🇴🇸🇪 are united in a Nordic Pavilion, focused on trust, innovation & sustainability.#theNordics #myakumyaku https://t.co/vmJz4JgzuU pic.twitter.com/dfGVZgHBMz
Í sendiráði Íslands í Washington DC var tekið á móti tveimur þingmönnum, þeim Birni Leví Gunnarssyni Pírata og Hönnu Katrínu Friðriksson í Viðreisn. Dagskrá þingmannanna var þétt og innihélt meðal annars opinn fund hjá Hudson hugveitunni með Andriy Yermak, helsta ráðgjafa Volodymyr Zelenskí Úkraínuforseta, fundi í utanríkisráðuneytinu og þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna, morgunverðarfund með fulltrúardeildarþingmönnum ásamt sendiherra, fund með fyrrverandi aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Jim Townsend, heimsókn í Alþjóðabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn þar sem íslenskir starfsmenn kynntu starf sitt hjá stofnununum og fund í Pentagon með fulltrúum frá skrifstofu málefna Norður-Evrópu og NATO og skrifstofu norðurslóða- og loftlagsmála.
Pleasure to welcome parliamentarians from 🇮🇸 @Althingi @HannaKataF & @_bjornlevi_ to Washington DC today. Started the program by attending a conversation with Andriy Yermak head of office of the president of Ukraine @HudsonInstitute pic.twitter.com/1A6EUO1kEg
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) November 14, 2023
Bergdís Ellertsdóttir sendiherra Íslands í Washington átti fund með Melanne Verveer, framkvæmdastjóra Georgetown Institute for Women, Peace and Security. Þær ræddu jafnréttismál og áskoranir kvenna á heimsvísu, ekki síst þeirra sem búa við stríðsástand.
Good meeting between Amb. @BEllertsdottir & @MelanneVerveer Executive Director of Georgetown Institute for Women, Peace & Security @giwps today. Discussed #GenderEquality, 🌎 peace & security issues, women political leaders & climate change. Still many gaps to be filled ♀️♂️ pic.twitter.com/jRsxM36Uvk
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) November 16, 2023
Nína Björk Jónsdóttir, forstöðumaður GRÓ, og Lidia Brito, aðstoðarframkvæmdastjóri vísindamála hjá UNESCO, undirrituðu samstarfssamninginn sem greint var frá hér í upphafi. Ísland mun bjóða bjóða tveimur ungliðum á ári, sem starfa fyrir stofnanir og samtök undir áætlun UNESCO “Maðurinn og lífhvolfið” (MAB) að taka þátt í sex mánaða námi Landgræðsluskóla GRÓ á Íslandi.
Einnig funduðu Nína Björk og Sæunn Stefánsdóttir, formaður íslensku landsnefndarinnar sem einmig situr í stjórn GRÓ, með Zazie Schäfer, forstöðumanni skrifstofu stefnumótunar hjá UNESCO, sem nú tekur sæti í stjórn GRÓ og ýmissa annarra stjórnenda innan UNESCO.
Iceland 🇮🇸 & @UNESCO 🇺🇳 signed a three-year partnership agreement! Two young professionals working for institutions & organisations of UNESCO's MAB World Network of Biosphere Reserves will be invited annually for a 6 month GRÓ Land Restoration Training Programme in Iceland 🌍 pic.twitter.com/CT0HZQ6X5e
— L’Islande à Paris 🇮🇸 (@IcelandinParis) November 17, 2023
Ísland var í heiðurssæti á Boréales menningarhátíðinni í Frakklandi og átti sendiráðið í París stóran þátt í undirbúningi og utanumhaldi um hátíðina.
Unnur Orradóttir Ramette sendiherra opnaði hátíðina með ávarpi
Amb. @UOrradottir a prononcé ce soir le discours d'ouverture de la 31e édition @lesborealescaen mettant à l'honneur la culture islandaise 15-26 nov. Programmation d’exception avec des artistes de grand renom qui font la fierté de 🇮🇸 & les pays nordiques + baltes. Bon festival ! pic.twitter.com/jGGOK6KOBW
— L’Islande à Paris 🇮🇸 (@IcelandinParis) November 15, 2023
og Friðrik Sigurðsson, bryti utanríkisþjónustunnar, matreiddi íslenskar kræsingar fyrir gesti og gangandi af sinni alkunnu snilld og náðargáfu.
Préparatifs en cours pour le Croq'Festival 🇮🇸 ce soir à @CaenOfficiel ! Notre chef du @MFAIceland & membre de l´Académie des Bocuse d'Or d'Islande avec l'équipe de l'Ambassade prépare une soupe de🐟 islandais gastronomique + dessert de skyr Ísey @RegionNormandie @lesborealescaen pic.twitter.com/jz6Lep7buz
— L’Islande à Paris 🇮🇸 (@IcelandinParis) November 17, 2023
Samningaviðræður um sjálfbærar fiskveiðar fóru fram hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Ísland gegndi þar lykilhlutverki enda um heilmikið hagsmunamál að ræða fyrir okkur sem fiskveiðiþjóð.
Negotiations on the #SustainableFisheries resolution of #UNGA78 successfully concluded yesterday evening.#Iceland🇮🇸 happy to have played a leading role in securing text on #BBNJ, AKA the #HighSeasTreaty 🌊
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) November 15, 2023
Grateful to coordinator & fellow Nordic @akravik79🇳🇴🙌 pic.twitter.com/B7n8Ck6vhU
Jörundur Valtýsson fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum tók í vikunni sæti í ráðgjafaráði forseta allsherjarþingsins um jafnréttismál.
Proud to take seat on the Advisory Board on #GenderEquality and grateful to @UN_PGA for entrusting in me. Important work to do. Sleeves up! https://t.co/2HttBKvg66
— Jorundur Valtysson 🇮🇸 (@jvaltysson) November 14, 2023
og heldur áfram að stýra fundum í allsherjarþinginu í hlutverki varaforseta. Það gengur furðu vel þótt fundarhamarinn góði, gjöf Íslands til Sameinuðu þjóðanna, sé reyndar enn í viðgerð á Íslandi.
PR @jvaltysson serves as a Vice-President of #UNGA78 and despite the unexpected sick leave of the Hammer of Thor🇮🇸, seems to be doing all right. https://t.co/q9FELGuTtt
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) November 14, 2023
Síðustu helgi fór fram tveggja daga raftónlistarhátíð í Astra Kulturhaus í Berlín og var íslenska hljómsveitin GusGus aðalnúmer laugardagskvöldsins. María Erla Marelsdóttir, sendiherra Íslands í Berlín, mætti heldur betur hress á tónleikana og hitti hljómsveitina baksviðs fyrir tónleika ásamt fleiri starfsmönnum sendiráðsins en fyrr um daginn heimsóttu meðlimir GusGus norræna sendiráðasvæðið Berlín, þar sem þeir fengu kynningu á íslensku sýningunni Parallel Dimensions II.
Sendiráðið í Brussel vakti athygli á tónleikum Nönnu Bryndísar sem fara fram í borginni um helgina.
Sendiráðið greindi jafnframt frá heimsókn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur fyrrum utanríkisráðherra og núverandi fjármála- og efnahagsráðherra en hún heimsótti Brussel í vikunni þar sem hún stýrði fundi í norrænu ráðherranefndinni um efnahags- og fjármál.
Harald Aspelund sendiherra Íslands í Helsinki og Dr. Ásthildur Jónsdóttir sóttu listsýninguna "I was born a girl" þar sem verk finnsku listakonunnar og femínistans Minna Pietarinen veittu gestum innblástur.
Árni Þór Sigurðsson sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn hélt lokaræðu norræns útborðsþings Sameinuðu þjóðanna sem haldið var í Kaupmannahöfn í vikunni. Sjö íslensk fyrirtæki tóku þátt í þinginu sem er gríðar mikilvægur vettvangur til viðskipta.
Hann mætti jafnframt á foropnun sýningar Loja Höskuldssonar "What I gather" í V1 Gallery.
Sendiráð Íslands í Malaví greindi frá vel heppnaðri Íslandsheimsókn utanríkisráðherra Malaví Nancy Tembo, aðstoðarheilbrigðisráðherrans Halima Daud og aðalframkvæmdastjóra Mannréttindaráðs Malaví, Habiba Osman. Tilefni heimsóknarinnar var Heimsþing kvenleiðtoga sem greint var frá í upphafi þessa pósts en að sjálfsögðu var tækifærið nýtt til að funda með fulltrúum stjórnvalda og félagasamtaka hér á landi.
Ársfundur Atlantshafsfiskveiðiráðsins (NEAFC) fór fram í London með þátttöku vaskrar sendinefndar frá Íslandi.
Árlegur samráðsfundur Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands í alþjóða- og öryggismálum stendur nú yfir. Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, Ólafur Stephensen, Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda og Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands ásamt Sturlu Sigurjónssyni, sendiherra í London mynda íslensku sendinefndina.
Jóhanna Jónsdóttir, varamaður sendiherra í London sótti áhugaverðan viðburð í breska þinginu um brúun kynjabilsins í félagslegri nýsköpun.
Hlynur Guðjónsson sendiherra Íslands í Kanada vottaði, ásamt fleiri sendiherrum, virðingu sína Kanadamönnum sem létust í heimsstyrjöldinni síðari.
Hátíðleg móttaka var haldin í embættisbústað sendiherra Íslands í Osló, Högna Kristjánssonar, í tilefni af degi íslenskrar tungu. Viðburðurinn var hinn glæsilegasti og var haldinn í samstarfi við stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Språkrådet (NO), Universitetet i Oslo (UiO) og Miðstöð íslenskra bókmennta.
Þá var olíu- og orkumálaráðherra Noregs gestur sendiherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna í Osló í boði sendiherra Íslands í Noregi. Góð umræða var um áskoranir í orkumálum, grænu orkuskiptin, valkosti í orkumálum og alþjóðlegt samstarf. Einnig var rætt um stöðu mála á Reykjanesi og ógn við orkuöryggi og stöðuna í Grindavík sérstaklega.
Sendiherrar Norðurlandanna komu líka saman í boði sendiherra ásamt forseta Norðurlandaráðs, Jorodd Asphjell, og Tone W. Trøen þingmanni og formanni stjórnar Foreningen Norden í Noregi. Espen Stedje framkvæmdastjóri Foreningen Norden tók einnig þátt. Á fundinum var rætt vítt og breytt um norrænt samstarf.
Sendiráð Íslands í Stokkhólmi greindi frá árangri íslensku Jazztónlistarkonunnar Stínu Ágústsdóttur og kvintetts í sænska jazz heiminum og lét vita af tónleikum þeirra sem fara fram í næstu viku.
Í Póllandi var haldið upp á dag íslenskrar tungu með pólskum nemendum.
og Hannes Heimisson sendiherra Íslands í Varsjá tók þátt í ráðstefnu um málefni flóttamanna sem eins og vitað er, er málefni sem veldur töluverðri togstreitu í Evrópu um þessar mundir.
Við ljúkum föstudagspóstinum að þessu sinni í Færeyjum þar sem dagur íslenskrar tungu var að haldinn hátíðlegur á Bókmenntahátíð.
Óskum ykkur góðrar helgar!
Upplýsingadeild