Endurveiting íslensks ríkisborgararéttar
Útlendingastofnun vekur athygli á því að frestur til að óska eftir endurveitingu íslensks ríkisborgararéttar samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í lögum um íslenskan ríkisborgararétt nr. 100/1952 rennur út 1. júlí 2016.
Samkvæmt ákvæðinu getur sá sem tók ríkisfang í öðru ríki fyrir 1. júlí 2003, og missti við það íslenska ríkisfangið án þess að viðkomandi ríki hafi krafist þess, óskað eftir því að fá íslenska ríkisborgararéttinn að nýju með því að sækja um það til Útlendingastofnunar.
Umsækjandi þarf að hafa verið búsettur á Íslandi eða uppfylla skilyrði um dvöl hér samkvæmt 12. gr. laganna. Nánari upplýsingar um endurveitingu íslensks ríkisborgararéttar má nálgast á vef Útlendingastofnunar.