Mál nr. 377/2020 - Úrskurður
Úrskurðarnefnd velferðarmála
Mál nr. 377/2020
Fimmtudaginn 10. september 2020
A
gegn
Vinnumálastofnun
Ú R S K U R Ð U R
Mál þetta úrskurða Kári Gunndórsson lögfræðingur, Agnar Bragi Bragason lögfræðingur og Arnar Kristinsson lögfræðingur.
Með kæru, dags. 5. ágúst 2020, kærði A, til úrskurðarnefndar velferðarmála afgreiðslu Vinnumálastofnunar vegna umsóknar hennar um atvinnuleysisbætur.
I. Málsatvik og málsmeðferð
Kærandi lagði fram kæru hjá úrskurðarnefnd velferðarmála þann 5. ágúst 2020. Með bréfi úrskurðarnefndar, dags. 20. ágúst 2020, var óskað eftir afriti af hinni kærðu ákvörðun.
Með erindi úrskurðarnefndar til Vinnumálastofnunar 4. september 2020 var óskað eftir upplýsingum um hvort stofnunin hefði tekið ákvörðun í máli kæranda. Svar barst samdægurs þar sem fram kemur að umsókn kæranda hafi verið samþykkt 12. ágúst 2020.
II. Niðurstaða
Kærð er afgreiðsla Vinnumálastofnunar vegna umsóknar kæranda um atvinnuleysisbætur. Af kæru má ráða að kærandi hafi verið ósátt við þá töf sem varð á afgreiðslu umsóknarinnar. Eftir að kærandi lagði inn kæru hjá úrskurðarnefndinni var umsókn hennar samþykkt.
Úrskurðarnefnd velferðarmála kveður upp úrskurði um ágreiningsefni sem kunna að rísa á grundvelli laga nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar, sbr. 11. gr. laganna. Þar sem Vinnumálastofnun hefur samþykkt umsókn kæranda verður ekki ráðið að ágreiningur sé til staðar á milli kæranda og Vinnumálastofnunar. Þar sem enginn ágreiningur er til staðar í máli þessu er kæru vísað frá úrskurðarnefndinni.
Ú R S K U R Ð A R O R Ð
Kæru A, er vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála.
F.h. úrskurðarnefndar velferðarmála
Kári Gunndórsson