Hoppa yfir valmynd
29. september 2009 Innviðaráðuneytið

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á föstudag

Föstudaginn 2. október verður haldinn ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Hefst hann með ávarpi Kristjáns L. Möller samgönguráðherra.

Fundurinn verður haldinn á Hótel Nordica í sal F-G og hefst klukkan 12. Að loknu ávarpi ráðherra flytur Elín Pálsdóttir, forstöðumaður Jöfnunarsjóðs, ársskýrslu og síðan fjallar Hermann Sæmundsson, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu, um aukaframlag Jöfnunarsjóðs fyrir árið 2009. Fundarstjóri verður Guðmundur Bjarnason, formaður ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta