Hoppa yfir valmynd
15. janúar 2010 Innviðaráðuneytið

Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árið 2010

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt eftirfarandi tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 8. janúar síðastliðinn um áætlaðar úthlutanir framlaga árið 2010.

Áætluð útgjaldajöfnunarframlög

Ráðgjafarnefndin leggur til að áætlun um heildarúthlutun útgjaldajöfnunarframlaga á árinu 2010, sbr. 13. gr. reglugerðar nr. 113/2003, nemi 4.000 milljónum króna.

Framlögin verða greidd til sveitarfélaga mánaðarlega, en 10% er þó haldið eftir af áætluðum framlögum til að mæta því ef ráðstöfunarfé sjóðsins verður minna eða útgjöld meiri en áætlað var. Uppgjör framlaganna fer fram í desember.

Áætluð framlög vegna greiðslu sveitarfélaga á húsaleigubótum

Á árinu 2010 áætla sveitarfélögin að greiðslur þeirra á almennum húsaleigubótum nemi samtals  um 3.876 milljónum króna. Áætlað er að um 25,6% hækkun verði að ræða á greiðslum bótanna frá fyrra ári.

Ráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar um að áætlað greiðsluhlutfall Jöfnunarsjóðs vegna greiðslu almennra húsaleigubóta á árinu 2010 nemi 51,5%.

Áætlanir sveitarfélaga um greiðslur á sérstökum húsaleigubótum á árinu 2010 nema samtals  um 444  milljónum króna. Áætlað er að um 24% hækkun verði á greiðslum bótanna frá fyrra ári.

Ráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar um að áætlað greiðsluhlutfall Jöfnunarsjóðs vegna greiðslu sveitarfélaga á sérstökum húsaleigubótum nemi 60% árið 2010, sbr. samkomulag ríkis og sveitarfélaga um húsaleigubætur er tók gildi 1. apríl 2008.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta