Dagskrá ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn miðvikudaginn 2. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Fundurinn verður í sal H-I sem er staðsettur á annarri hæð hótelsins og hefst kl. 16:00.
Til fundarins eru boðaðir framkvæmdastjórar sveitarfélaga eða staðgenglar þeirra, fulltrúar samtaka sveitarfélaga og aðrir samstarfsaðilar Jöfnunarsjóðs.
Dagskrá fundarins:
- Ávarp ráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
- Ársskýrsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2018
Guðni Geir Einarsson, sérfræðingur hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
- Sameining sveitarfélaga á Austurlandi
Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs
- Sambandið, sveitarfélögin og Heimsmarkmiðin
Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga
- Upplýsingagátt Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Hörður Hilmarsson, sérfræðingur hjá Capacent
Fundarstjóri verður Guðný Sverrisdóttir, formaður ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Áætlað er að fundinum ljúki eigi síðar en kl. 18:00.