Hoppa yfir valmynd
10. janúar 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Opið samráð OECD um eflingu opinberrar nýsköpunar

Opið samráð um yfirlýsingu ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um opinbera nýsköpun, stendur yfir á samráðsgátt OECD en frestur til að veita umsagnir stendur til 22. febrúar. 

Drögin að yfirlýsingunni lúta að því að efla eigi nýsköpun í því skyni að bæta opinbera þjónustu. Í yfirlýsingunni kemur fram að stjórnvöld séu nú þegar nýskapandi en ganga þurfi lengra og er yfirlýsingunni ætlað að hjálpa löndum að ná því takmarki. Í yfirlýsingunni er leitast við að setja fram nokkrar sameiginlegar meginreglur sem endurspegla það sem OECD hefur lært af reynslu aðildarríkjanna.

Yfirlýsingin er skrifuð í nánu samstarfi við fulltrúa allra aðildarríkja OECD. Ráðuneytið hvetur þá sem hafa áhuga á opinberri nýsköpun og hafa reynslu á því sviði að kynna sér málið. Spurningum um samráðið má beina til [email protected].

Yfirlýsing OECD um nýsköpun í opinberri þjónustu


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta