Hoppa yfir valmynd
27. apríl 2013 Dómsmálaráðuneytið

Fulltrúar ÖSE fylgjast með framkvæmd alþingiskosninganna

Sendinefnd Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, er í heimsókn á Íslandi og hefur síðustu daga kynnt sér undirbúning alþingiskosninganna. Einnig munu fulltrúar og starfsmenn nefndarinnar fara í dag á kjörstaði og fylgjast með framkvæmd kosninganna.

Sendinefndin hefur átt fundi með sérfræðingum innanríkisráðuneytis sem hafa umsjón með undirbúningi og framkvæmd kosninga. Þá hefur hún setið fundi með formönnum yfirkjörstjórna og fulltrúa ráðuneytisins svo og fulltrúum annarra ráðuneyta. Á þessum fundum hefur annars  verið farið yfir breytingar sem gerðar hafa verið varðandi framkvæmd kosninga og hins vegar hugað að næstu skrefum varðandi viðbrögð við ábendingum í úttekt ÖSE á framkvæmd kosninga hér á landi.

Í dag mun sendinefndin ásamt starfsmönnum sínum heimsækja kjörstjórnir og fylgjast með framkvæmd kosninganna. Nokkrir fulltrúar nefndarinnar heimsóttu innanríkisráðuneytið í morgun ásamt starfsmanni og ræddu við fulltrúa ráðuneytisins sem starfa að framkvæmd kosninganna.

Fulltrúar sendinefndar ÖSE hittu fulltrúa innanríkisráðuneytisins að morgni kjördags.

Á myndinni eru frá vinstri Skúli Guðmundsson, sérfræðingur í innanríkisráðuneyti, Barbara Jouan, frá ÖSE, Lýdía Geirsdóttir, starfsmaður ÖSE, Stefanía Traustadóttir, sérfræðingur í ráðuneytinu, Hermann Sæmundsson, skrifstofustjóri skrifstofu mannréttinda og sveitarfélaga, Jorge Fuentes, formaður sendinefndarinnar, og Árni Gíslason frá innanríkisráðuneytinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta