Mikilvægt skref í kjölfar #églíka-byltingarinnar
„Það er kappsmál okkar að tryggja öryggi iðkenda í íþrótta- og æskulýðsstarfi og sjá til þess að umgjörð og aðstæður á þeim vettvangi séu sem bestar fyrir þátttakendur og starfsfólk. Þessi nýju lög eru mikið framfaraspor, með þeim tryggjum við skýrari ferla, betri upplýsingagjöf og hlutleysi í málum sem oft geta verið viðkvæm og flókin. Með þessum lögum sendum við jafnframt skýr skilaboð um að áreitni og ofbeldi sé ekki liðið íþrótta- og æskulýðsstarfi. Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem komu að þessu máli og lögðu því lið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Frumvarpið er tilkomið vegna vinnu starfshóps sem mennta- og menningarmálaráðherra skipaði var í kjölfar #églíka-yfirlýsinga íþróttakvenna árið 2018. Starf samskiptaráðgjafa var meðal tillagna hópsins. Frumvarpið var síðan unnið í nánu samráði við íþrótta- og æskulýðshreyfinguna og lagt fram í samráðsgátt stjórnvalda í október sl.