Hoppa yfir valmynd
26. júní 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Viðauki við þjónustusamning Endurhæfingar ehf.

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og Endurhæfing ehf undirrituðu þann 5. júní s.l. viðauka við gildandi þjónustusamning um endurhæfingu fyrir einstaklinga með fjölþættar fatlanir.

Gildistími þjónustusamningsins er 1. maí 2004 til 1. maí 2009 og umfang hans er 4600 meðferðir á ári að lágmarki. Með viðaukanum er samkomulag um að fjölga meðferðum um 700 á árinu 2008 þannig að meðferðir verði alls að lágmarki 5300 á árinu 2008 og hlutfallslega á árinu 2009 eða að lágmarki um 1770 meðferðir fram til 1. maí það ár.

Með framlaginu er vaxandi þörf fyrir þjónustu Endurhæfingar ehf. mætt og þannig fá 7 einstaklingar af biðlista endurhæfingu. Þá hefur endurskipulagning starfsemi og meðferða gert kleyft að veita öðrum 3 einstaklingum af biðlista endurhæfingu. Með viðauka þessum gerir þjónustusamningurinn því ráð fyrir að 58 einstaklingar fái að jafnaði endurhæfingu hjá Endurhæfingu ehf.

Ákvæði þjónustusamnings frá árinu 2004 um skyldur samningsaðila m.a. um þjónustu, markmið, gæði og notendur þjónustu gilda um þennan viðauka.

Á árinu 2008 verður unnið að endurskoðun þjónustusamnings með vísan til reglugerðar nr. 343/2006 um samninga um rekstrarverkefni sem ráðuneyti og ríkisstofnanir gera til lengri tíma en eins árs og stefnt að því  að nýr þjónustusamningur taki gildi 1. maí 2009.

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta