Hoppa yfir valmynd
11. júlí 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Reglugerð um tæknifrjóvgun endurskoðuð

Breyting á lögum um tæknifrjóvgun nr. 55/1996 var samþykkt á Alþingi nú í vor. Með þeim voru gerðar ýmsar breytingar á ákvæðum laganna varðandi notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna. Þá var einnig gerð sú mikilvæga breyting að heimila einhleypum konum að gangast undir tæknifrjóvgunarmeðferð hér á landi líkt og pörum.

Ljóst er að í kjölfarið af samþykkt laganna þarf að fara yfir gildandi reglugerð nr. 568/1997 um tæknifrjóvgun. Þá hafa einnig komið fram ýmsar ábendingar frá fagfólki og einstaklingum um nauðsynlegar breytingar á reglugerðinni, m.a. um að hámarksgeymslutími fósturvísa sem nú er fimm ár, sé óþarflega skammur.  Með hliðsjón af þessu hyggst heilbrigðisráðherra setja á laggirnar vinnuhóp, sem falið verður að endurskoða reglugerð um tæknifrjóvgun.

Verður ákvæðið um hámarksgeymslutíma fósturvísa skoðað sérstaklega.

Heilbrigðisráðherra áformar er að setja vinnuhópinn á laggirnar að loknum sumarleyfum. Gert er ráð fyrir að hann skili tillögum að reglugerðarbreytingum á haustmánuðum.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta