Hækkun útgjaldajöfnunarframlaga og framlaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um að hækka útgjaldajöfnunarframlög sjóðsins vegna ársins 2020 um 1.550 m.kr. Áætlað útgjaldajöfnunarframlag skv. A-hluta framlaganna nemur því 9.000 m.kr.
Áætlað framlag vegna B-hluta útgjaldajöfnunarframlaga ársins nemur 575 m.kr. en í lok ársins verður úthlutað 175 m.kr. á grundvelli umsókna frá sveitarfélögum vegna íþyngjandi kostnaðar við skólaakstur á árinu 2020 umfram tekjur. Jafnframt er áætlað að 50 m.kr. verði úthlutað vegna akstursþjónustu fatlaðs fólks úr dreifbýli.
Samtals nema því útgjaldajöfnunarframlög 9.800 m.kr. á árinu 2020.
Hækkun útgjaldajöfnunarframlaga byggir m.a. á heimild í lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem heimilar Jöfnunarsjóði að nýta allt að 1.500 m.kr. úr Fasteingasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til greiðslu almennra jöfnunarframlaga sjóðsins.
Ráðherra hefur jafnframt samþykkt tillögu nefndarinnar um hækkun framlaga vegna lækkunar fasteignaskattstekna á árinu 2020 og nemur hækkunin 274,7 m.kr.